Mikið stuð á opinni æfingu landsliðsins
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Björgvin Páll í selfie (Sævar Jónasson)

Íslenska karla landsliðið í handbolta bauð gestum að koma og fylgjast með æfingu liðsins í gærmorgun í Safamýrinni.

Það var virkilega vel mætt og varla laust sæti í húsinu þegar strákarnir okkar tóku æfingu í undirbúningi fyrir Evrópumótið í handbolta en íslenska liðið hefur leik 16.janúar gegn Ítölum.

Að æfingu lokinni gáfu leikmenn sé tíma og árituðu plaköt sem HSÍ hafði undirbúið og gefið öllum gestum í húsinu ásamt því sem fjölmargir fengu einnig myndir með sér og átrúnaðargoðunum sínum.

Ísblóm var á boðstólum fyrir gesti og gangandi og verður að segjast að þetta frábæra framtak HSÍ hafi heppnast einstaklega vel.

Íslenska landsliðið leikur tvo æfingarleiki í Frakklandi um næstu helgi áður en það heldur til Svíþjóðar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 37
Scroll to Top