Er í góðu standi og líður vel – Spenntur að byrja
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Óðinn Þór Ríkharðsson (Sævar Jónasson)

,,Það er æðislegt að vera kominn heim og hitta strákana og hefja undirbúning fyrir EM," sagði Óðinn Þór Ríkharðsson í viðtali við Handkastið á fyrstu æfingu íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í síðustu viku.

Hann vildi lítið segja um væntingar sínar og liðsins fyrir mótinu sem framundan er.

,,Fókusinn er á næstu æfingar og undirbúningsleikina."

,,Það kom annað til greina en ég ákvað að framlengja við Kadetten. Ég er hrikalega ánægður þar og er glaður að hafa framlengt," sagði Óðinn sem varð bikarmeistari með félagsliði sínu í Sviss fyrir áramót. Hann viðurkennir að hann komi inn í landsliðsverkefnið með fullt sjálfstraust.

,,Ég er í góðu standi og líður vel. Ég er spenntur að byrja þetta," sagði Óðinn í viðtalinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 34
Scroll to Top