Hefur fundið sig ágætlega í nýju liði og nýju landi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukur Þrastarson (Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)

Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Kristianstad, föstudaginn 16.janúar þegar liðið mætir Ítalíu. Þar verður Haukur Þrastarson í eldlínunni með íslenska landsliðinu.

Haukur gekk í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins, Rhein-Neckar Lowen eftir að hafa leikið bæði í Póllandi og Rúmeníu í töluvert lakari deildum síðustu tímabil.

,,Ég hef fundið mig ágætlega í nýju liði og í nýju landi og þetta hefur verið ágætt til að byrja með. Það tók smá tíma að venjast, nýtt umhverfi og sterkari deild en ég hef verið vanur að vera í. En það hefur gengið vel, ég hef fallið vel inn í liðið og kann mjög vel við mig hjá félaginu," sagði Haukur meðal annars í viðtali við Handkastið.

Haukur er stoðsendingahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir áramót og segja mætti að hann hafi verið að mata liðsfélaga sínum í Rhein Neckar Lowen á fyrri hluta tímabilsins.

Viðtalið í heild sinni við Hauk má sjá hér að neðan:

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 37
Scroll to Top