Hefur Stjarnan fundið nýjan aðstoðarþjálfara?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stjarnan (Egill Bjarni Friðjónsson)

Samkvæmt heimildum Handkastsins verður Sverrir Eyjólfsson aðstoðarþjálfari Hrannars Guðmundssonar hjá Stjörnunni út tímabilið. 

Á fundi á þorláksmessu var Arnari Daða Arnarssyni aðstoðarþjálfara Stjörnunnar tilkynnt að hans starfskröftum yrði ekki óskað hjá meistaraflokki karla félagsins út tímabilið. Arnar Daði er áfram aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.

Samkvæmt heimildum Handkastsins hefur stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar heyrt í Sverri Eyjólfssyni og kannað áhuga hans á að gerast aðstoðarþjálfari liðsins út tímabilið.

Sverrir Eyjólfsson stýrði síðast liði Fjölnis tvö tímabil í Grill66-deildinni frá 2022-2024 en hann kom liðinu upp í Olís-deildina seinna tímabil sitt í Grafarvoginum og hætti síðan með liðið í kjölfarið. Í dag er Sverrir yngri flokka þjálfari hjá Stjörnunni.

Stjarnan er í 8.sæti Olís-deildarinnar með 10 stig, jafn mörg stig og HK sem situr í 9.sæti deildarinnar. 

Liðið hefur misst tvo leikmenn eftir síðasta leik sinn í Olís-deildinni fyrir jól en félagið sagði upp samningi sínum við Ungverjann Rea Barnabás og þá var tilkynnt rétt fyrir jól að Ólafur Brim Stefánsson væri á leið til Ítalíu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 62
Scroll to Top