Er að melta það hvort hann bæti við nýjum leikmanni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn og Ómar Ingi (Sævar Jónasson)

Það er ljóst að eins og staðan er í dag verður íslenska landsliðið án Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Donna og Þorsteins Leós Gunnarssonar í riðlakeppni Evrópumótsins. Donni dró sig úr landsliðshópnum um helgina vegna meiðsla og þá er Þorsteinn Leó enn að glíma við meiðsli en vonir standa til að hann gæti mögulega komið inn í landsliðið í milliriðlum keppninnar.

Snorri Steinn Guðjónsson hefur ekki kallað inn nýjan leikmann í hópinn eftir að Donni datt út og er því eins og staðan er núna með 17 leikhæfa leikmenn í hópnum. Mun hann kalla inn 18. manninn fyrir EM?

,,Já og nei. Ég velti þessu mikið fyrir mér. Auðvitað vill ég fara á stórmót með 18 heila leikmenn. Það er alveg ljóst að Þorsteinn Leó verður ekki með okkur í riðlakeppninni. Ef ég tek hann með frá fyrsta degi , þá er ljóst að ég er að taka með mér meiddan leikmann. Það er engin óskastað en ég vil samt hafa hann með ef þróast í þá átt að hann gæti beitt sér á mótinu. Þá er mikilvægt að hann sé búinn að vera með okkur allan tímann,” sagði Snorri Steinn í viðtali við Handkastið og segist ennþá vera að melta þetta.

,,Við tökum stöðuna eftir hverja einustu æfingu og hvern einasta dag og förum yfir þetta. Það er ekkert útilokað að ég taki inn nýjan leikmann en það getur líka farið svo að við förum með þennan hóp til Frakklands.”

Íslenska landsliðið ferðaðast til Frakklands aðfararnótt fimmtudags og leikur tvo æfingaleiki í París um helgina. Þann fyrri á föstudaginn við Slóveníu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 37
Scroll to Top