Kvennalið Vals og Gústi vel af þessu komin
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hildigunnur Einarsdóttir ((Baldur Þorgilsson)

Handboltinn, Þjóðaríþróttin var ofarlega á listum í vali á íþróttamanni ársins, lið ársins og þjálfara ársins hjá samtökum íþróttafréttamanna sem kunngjört var á laugardagskvöldið við hátíðlega athöfn í Hörpu.

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg var í 2.sæti í vali á íþróttamanni ársins, Ágúst Jóhannsson var valinn þjálfari ársins og Dagur Sigurðsson þjálfari króatíska landsliðsins var í 2.sæti og þá var kvennalið Vals í handbolta valið íþróttalið ársins.

Rætt var um þessi verðlaun í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Aðalsteinn Eyjólfsson og Einar Örn Jónsson voru gestir í þættinum.

,,Þetta er frábært fyrir handboltann að fá þessa viðurkenningu og þetta var frábært ár hjá kvennaliði Vals í fyrra. Bæði Ágúst og kvennalið Vals vel af þessu komin. Ágúst skilaði ræðu í kjölfarið af sinni alkunnu snilld,” sagði Aðalsteinn Eyjólfsson meðal annars.

Einar Örn Jónsson tók að sjálfsögðu þátt í kosningunni sem íþróttafréttamaður á RÚV til margra ára.

,,Þetta er leynileg kosning en þetta er búið núna þannig ég get alveg sagt frá því að ég kaus Ágúst og kvennalið Vals. Sama og maður gerði í fyrra þegar karlalið Vals vann sama afrek.”

Mikil ræði og undrun var meðal Valsmanna eftir að íþróttamaður Vals var valinn á gamlársdag þar sem knattspyrnumaðurinn, Patrick Pedersen var valinn íþróttamaður Vals árið 2025. Ekki voru allir sáttir með það val inann Vals og fannst illavegið að kvennaliði félagsins í handbolta sem vann til gullverðlauna í Evrópubikarnum og varð einnig Íslandsmeistari á árinu. Arnar Daði benti á að val íþróttafréttmanna hafi verið vatn á myllu kvennalið Vals og þeirra Valara sem gagnrýndu valið á Patrick.

,,Sérstaklega með fullri virðingu fyrir Patrick og knattspyrnuliði Vals, þá unnu þeir ekkert. Patrick sló markametið en það er meira svona áratuga vinna sem þar er að baki, hann gerði það ekki bara í ár. Hann skoraði ekki einhver 300 mörk árið 2025,” sagði Einar Örn.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 32
Scroll to Top