Þorsteinn Leó stefnir á að ná að spila í milliriðlinum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þorsteinn Leó Gunnarsson (Sævar Jónasson)

Þorsteinn Leó Gunnarsson meiddist á nára fyrir áramót í leik með félagsliði sínu Porto og við fyrstu fregnir var ekki gert ráð fyrir neinu öðru en að Þorsteinn Leó myndi missa af EM.

Hinsvegar breyttist hljóðið í mönnum nokkrum dögum síðar en nú, tíu dögum fyrir fyrsta leik á Evrópumótinu er Þorsteinn Leó enn meiddur og ekki byrjaður að æfa með íslenska landsliðinu. Hann segist stefna á að reyna vera klár í milliriðlinum á Evrópumótinu, komist íslenska landsliðið þangað.

,,Staðan er sú að ég er enn meiddur í dag og við ætlum að reyna að ná í milliriðlana. Það er markmiðið þó svo að það sé ekki 100% að það markmið náist. 

,,Ég myndi segja að ég sé alltaf að verða betri og betri í náranum. Mér finnst raunhæft að ég nái þessu en það eru skiptar skoðanir á því. Þannig er staðan," sagði Þorsteinn Leó meðal annars í viðtali við Handkastið fyrir æfingu landsliðsins í Safamýrinni í dag.

Um var að ræða næst síðustu æfingu landsliðsins áður en liðið heldur til Frakklands á fimmtudag en liðið leikur tvo æfingaleiki í París um helgina, þann fyrri gegn Slóveníu á föstudaginn.

Viðtalið í heild sinni við Þorstein Leó má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 22
Scroll to Top