Viggó Kristjánsson (Kristinn Steinn Traustason)
Viggó Kristjánsson var mættur á fyrstu æfingu landsliðsins á föstudaginn í síðustu viku þegar liðið kom saman og sagði stöðuna á sér vera góða. Viggó hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en vonast til að þau heyri sögunni til. ,,Ég náði að spila síðustu leikina fyrir áramót með mínu liði í Þýskalandi og ég vonast til að þessi meiðsli séu úr sögunni og ég geti beitt mér að fullu í janúar." Viggó hefur verið fyrir aftan Ómar Inga í goggunarröðinni undanfarin stórmót og sagði að sitt hlutverk í liðinu yrði að skýrast þegar í mótið væri komið. ,,Þetta er ekki fyrsta stórmótið hjá mér og erfitt að segja til fyrir stórmót hvernig þetta þróast, spiltíminn gæti verið minni eða meiri en það verður að koma í ljós en ég er fullur tilhlökkunar." Allt viðtalið við Viggó má sjá hér að neðan:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.