Ýmir Örn Gíslason (Kristinn Steinn Traustason)
Ýmir Örn Gíslason var ferskur þegar hann kom til æfinga með landsliðinu á föstudaginn og sagði stöðuna á sér og hópnum vera góða fyrir komandi verkefni. Í aðdagara hópsins vakti það athygli að sérfræðingar RÚV, þeir Kári Kristján Kristjánsson og Logi Geirsson, völdu Ými Örn ekki í sína lokahópa fyrir mótið í janúar. Ýmir segist hafa tekið eftir þeirri umræðu. ,,Þeir hafa rétt á sinni skoðun, það er partur af þeirri vinnu að fjalla um okkur og fjalla um mótið svo það er í góðu lagi mín vegna." Aðspurður segist Ýmir að það útaðkomandi umræða kveiki ekkert sérstaklega í sér. "Svona umræða kveikir ekkert sérstaklega í mér, það er Snorri sem velur hópinn á endanum og ég tel mig vera með góða reynslu og geta aðstoðað liðið á margan hátt, bæði innan vallur og utan og ég held það telji líka fullt." Allt viðtalið við Ými Örn má sjá hér að neðan:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.