Kom Óðni á óvart að Sigvaldi hafi ekki verið valinn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Björgvin Páll - Óðinn Þór (Sævar Jónasson)

Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson hafa átt hægri hornastöðu íslenska landsliðsins á síðustu stórmótum.

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska landsliðsins ákvað hinsvegar að gera breytingar fyrir Evrópumótið sem framundan er og skyldi Sigvalda Björn eftir heima og valdi þess í stað Teit Örn Einarsson með það í huga að Teitur gæti spilað bakvörð varnarlega.

Óðinn Þór var spurður út í þessa ákvörðun í viðtali við Handkastið á fyrstu æfingu landsliðsins í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið.

,,Við eigum fullt af góðum leikmönnum og auðvitað kom það mér á óvart. Hann hefur verið lengi í landsliðinu, þetta kom mér smá á óvart," sagði Óðinn meðal annars í viðtalinu.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 43
Scroll to Top