Nathan (ÍR)
Hinn ungi og efnilegi línumaður ÍR í Olís-deild karla, Nathan Asare hefur framlengt samningi sínum við ÍR til ársins 2028. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag. Nathan sem er fæddur árið 2006 og er þrátt fyrir ungan aldur á sínu þriðja tímabili í meistaraflokki hjá ÍR og hefur hlutverki hans farið stækkandi með hverju tímabilinu. ,,Hann hefur verið viðloðin yngri landslið Íslands undanfarin ár en við ÍR-ingar erum ánægðir með að Nathan haldi tryggð við heimahagana," segir í tilkynningunni frá ÍR. ÍR er á botni Olís-deildarinnar eftir 15 umferðir en sjö umferðir eru eftir af deildinni sem fer aftur af stað í byrjun febrúar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.