Þorvaldur Örn Þorvaldsson (Baldur Þorgilsson)
Þorvaldur Örn Þorvaldsson línumaður Vals í Olís-deild karla er á leið til Póllands á reynslu hjá pólsku úrvalsdeildarliði. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið. Þorvaldur fer út á næstu dögum og æfir hjá PGE Eybrzeże Gdańsk sem situr í 3.sæti pólsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir á eftir stórliðunum í Wisla Plock og Kielce. ,,Ég verð hjá félaginu í nokkra daga en félagið er að leita af leikmanni fyrir næsta tímabil. Það er hinsvegar ekkert ákveðið með framhaldið. Mér líður vel í Val en langar að skoða þetta tækifæri,” sagði Þorvaldur í samtali við Handkastið. Þorvaldur hefur spilað vel í vetur með toppliði Vals í Olís-deild karla og verið oftar en einu sinni í Cell-Tech liði umferðarinnar hér á Handkastinu. Þorvaldur sem er fæddur árið 2004 lék með yngri landsliðum Íslands og hefur fengið stærra hlutverk í liði Vals í vetur undir stjórn Ágústar Jóhannssonar, þjálfara ársins 2025.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.