Andri Finnsson (Sævar Jónasson)
Valsmenn tilkynntu á facebook síðu sinni fyrir stundu að Andri Finnsson hefði framlengt samning sinn við félagið til ársins 2029. Andri er uppalinn hjá félaginu og hefur verið að leysa vinstra hornið fyrir Valsmenn undanfarið en getur einnig spilað sem línumaður. Tilkynningu Vals má sjá hér að neðan: Handknattleiksdeild Vals og Andri Finnsson hafa gert samkomulag um að framlengja samning hans við félagið. Samningurinn gildir nú til júní 2029. Andri, sem er 23 ára gamall er uppalinn í félaginu og er einn af lykilmönnum liðsins. Hann hefur skorað 54 mörk í Olísdeildinni á þessu tímabili og er um leið næst markahæsti leikmaður liðsins. Hann hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands. ,,Ég er mjög sáttur með að Andri hafi framlengt við félagið. Hann er góður leikmaður, fjölhæfur og getur leikið í horni jafnt sem á línunni. Að auki er hann frábær liðsfélagi og mjög metnaðargjarn. Ég hlakka til að halda áfram að vinna með honum” sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins eftir að hann framlengdi samning sinn við félagið. Stjórn handknattleiksdeildar Vals er mjög sátt með samkomulagið og hlakkar til að sjá Andra í Valsbúningum á komandi árum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.