Hákon Daði endar heima í ÍBV
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hákon Daði Styrmisson (Photo by Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)

Handkastið greindi frá því í morgun að samkvæmt heimildum yrði Hákon Daði Styrmisson kynntur sem nýr leikmaður Vals í vikunni. Þær heimildir voru hinsvegar ekki réttar en Handkastið hefur nú fengið það gott sem staðfest að samningaviðræður Hákons Daða við Val hafi strandað á launatengdum málum.

ÍBV hafi gengið fast á eftir sínum uppaldna leikmanni eftir að Jakob Ingi Stefánsson leikmaður ÍBV hafi slitið krossband undir lok síðasta árs.

Hákon Daði sem leikið hefur í Þýskalandi undanfarin tímabil er fluttur til Íslands vegna persónulegrar ástæðna en hann á von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni. Hann hefur leikið í þýsku B-deildinni með Eintracht Hagen.

Samningarviðræður Hákons Daða við ÍBV hafa staðið yfir í langan tíma. Samkvæmt heimildum Handkastsins hafði Hákon Daði mikinn áhuga að leika með félagsliði á höfuðborgarsvæðinu og vonaðist eftir því að geta gengið í raðir Vals.

Hákon Daði átti síðast fund með Val um helgina og eftir þann fund hafa hjólið greinilega farið að snúast í samningarviðræðum Hákons Daða við ÍBV því samkvæmt heimildum Handkastsins verður leikmaðurinn kynntur sem nýr leikmaður ÍBV fyrir helgi.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 110
Scroll to Top