Hákon Daði Styrmisson (Photo by Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)
Uppfært: Hákon Daði hefur náð samkomulagi við ÍBV og verður leikmaður ÍBV í Olís-deildinni eftir áramót. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Handkastsins verður Hákon Daði Styrmisson kynntur sem nýr leikmaður toppliðs Vals í Olís-deild karla í þessari viku. Hákon Daði gengur í raðir Vals frá þýska B-deildarliðinu, Eintracht Hagen en hann flytur heim til Íslands af persónulegum ástæðum en hann á von á barni á næstu vikum ásamt kærustu sinni. Hákon Daði hefur verið í samningarviðræðum bæði við Val og ÍBV undanfarnar vikur og samkvæmt heimildum Handkastsins hefur Hákon Daði ákveðið að búa á höfuðborgarsvæðinu og ganga í raðir Vals. Eyjamenn blönduðu sér í baráttuna um Hákon Daða um leið og Jakob Ingi Stefánsson vinstri hornamaður ÍBV sleit krossband fyrir áramót en Jakob Ingi gekk í raðir ÍBV frá Gróttu fyrir tímabilið. Það er nokkuð ljóst að Hákon Daði mun styrkja lið Vals töluvert en Valsmenn misstu Úlfar Pál Monsa Þórðarson til Alkaloid í Norður-Makedóníu í sumar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.