Hjálpar okkur að fá inn heimsklassa leikmann til baka
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir Kristjánsson (Sævar Jónasson)

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg og fyrirliði íslenska landsliðsins snýr aftur á stórmót með strákunum okkar þegar Evrópumótið hefst í næstu viku.

Ómar Ingi missti af heimsmeistaramótinu á síðasta ári vegna meiðsla en er heill heilsu í dag.

Hjá Magdeburg leika þrír íslenskir leikmenn, Elvar Örn Jónsson gekk í raðir félagsins frá Melsungen í sumar en Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon hafa verið hluti af ótrúlegum árangri Magdeburg bæði í Þýskalandi og í Meistaradeildinni undanfarin tímabil.

Breytir það einhverju fyrir Gísla Þorgeir að fá Ómar Inga aftur inn í landsliðið?

,,Ég og Ómar spilum auðvitað mjög mikið saman í Magdeburg og náum vel saman síðustu ár. Það breytir ekkert mínum leik sérstaklega að Ómar sé með í ár, en það hjálpar okkur sem lið að fá inn heimsklassa leikmann til baka. Það er bara plús fyrir okkur," sagði Gísli Þorgeir í viðtali við Handkastið fyrir æfingu liðsins í Safamýrinni í vikunni.

Íslenska liðið er komið til Frakklands þar sem það spilar tvo æfingaleiki um helgina. Þann fyrri gegn Slóveníu á morgun klukkan 17:30.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 38
Scroll to Top