Hrósar HSÍ fyrir frábært framtak
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Ingi Magnússon (Sævar Jónasson)

HSÍ hélt opna landsliðsæfingu fyrir börn og fullorðna í Safamýrinni á laugardaginn þar sem fólk gat séð strákana okkar í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst 15.janúar. 

Rætt var um æfinguna í nýjasta þætti Handkastsins en Stymmi klippari mætti á æfinguna ásamt Aðalsteini Eyjólfssyni sem var einn af gestum þáttarsins. Þeir hrósuðu HSÍ báðir fyrir framtakið.

,,Ég bjóst við að æfingin yrði 40 mínútum styttri og þeir myndu bara taka stutta æfingu og æfa síðan aftur seinna um daginn. En þetta var 100 mínútna æfing og fínasta tempó. Það var gaman fyrir gesti og gangandi að sjá þetta. Það var upphitunarfótbolti og þetta klassíska,” sagði Stymmi klippari sem fannst gaman að sjá að þetta hafi verið alvöru æfing og ýmislegt sem hægt var að sjá.

,,Maður sá smjörþefinn á þessu. Haukur Þrastarson var í vinstri skyttunni og Gísli og Janus voru að skipta miðjunni á milli sín með Ómar hægra megin. Ég get ímyndað mér að hann byrji með Hauk Þrastarson í vinstri skyttunni í þessum leik gegn Slóveníu á föstudaginn. Þegar leið á æfinguna þá var Gísli farinn að spila með Janusi en ekki láta það koma ykkur á óvart ef Haukur byrji á föstudaginn.”

,,Hrós á HSÍ, það var pakkfullt hús og leyfa krökkum að nálgast landsliðið sérstaklega fyrir stórmót og mér fannst þetta frábært framtak. Þetta er eitthvað sem þyrfti að vera reglulegt. Það er ekki oft sem landsliðsstrákarnir eru á landinu. Ég vona að þetta sé komið til að vera. Við þurfum á öllum okkar vopnum að halda til að halda handboltanum hátt undir lofti í þessu. Þetta var gott skref í þá átt,” sagði Aðalsteinn Eyjólfsson og Einar Örn Jónsson benti á að HSÍ er nánast hætt að fá æfingaleiki fyrir stórmót hingað til Íslands og þess þá heldur að mikilvægt sé að fólki sé þá velkomið að koma og sjá æfingu hjá liðinu.

Stymmi klippari hrósaði að lokum HSÍ fyrir umgjörðina á æfingunni, undirbúningurinn hafi verið góður og allt hafi gengið smurt fyrir sig.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 31
Scroll to Top