Viggó Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Viggó Kristjánsson var mættur á fyrstu æfingu landsliðssins á föstudaginn og sagði stemmninguna í hópnum vera mjög góða fyrir komandi verkefni. Hann sagðist vera mjög spenntur fyrir komandi vikum en viðurkenndi að síðasta stórmót sitji ennþá í honum. ,,Maður er alltaf spenntur í byrjun janúar og vill gera betur en árin á undan og síðasta stórmót svíður ennþá, hrikalega svekkjandi að komast ekki lengra." Viggó segir að vonbrigði síðasta móts muni klárlega hvetja þá til að gera enn betur í ár. ,,Mér fannst við spila heilt yfir mjög vel í fyrra og hef fundist vera stígandi í þessu hjá okkur og við erum alltaf að reyna að vinna í smáatriðinu og bæta okkur." Viggó verður í eldlínuni með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu í fyrri æfingaleik landsliðsins fyrir Evrópumótið annað kvöld í Frakklandi á fjögurra liða æfingamóti. Allt viðtalið við Viggó má sjá hér að neðan:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.