Væntingarnar eru alltaf miklar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukur Þrastarson (Tom Weller / AFP)

Haukur Þrastarson leikmaður íslenska landsliðsins var mættur á fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í Safamýrinni á föstudaginn í síðustu viku. Hann segir það alltaf sömu góðu tilfinninguna að koma til móts við landsliðið og hefja undirbúning fyrir stórmót.

Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Kristianstad, föstudaginn 16.janúar þegar liðið mætir Ítalíu.

,,Þetta er bara geggjað og alltaf gott að koma heim og hitta strákana og við erum spenntir að byrja þetta. Standið er gott og ég hef verið í þéttu prógrammi úti og er meiðslafrír og ég er í toppstandi,” sagði Haukur sem segir væntingarnar alltaf vera þær sömu hjá liðinu.

,,Væntingarnar eru alltaf miklar og þetta er alltaf eins þegar við hittumst. Við stefnum alltaf á að gera vel og erum klárlega með gott lið. Við gerum alltaf kröfur á okkur sjálfa að gera vel. Vonandi verður það í toppmálum,” sagði Haukur Þrastarson meðal annars í viðtalinu við Handkastið.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 24
Scroll to Top