Man ekki eftir jafn mikilli breidd í útilínunni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elvar Örn Jónsson (Sævar Jónasson)

Handkastið hóf upphitun sína fyrir Evrópumótið í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Einar Örn Jónsson og Aðalsteinn Eyjólfsson voru gestir í Rapyd stúdíóinu. 

Þar var hitað upp fyrir komandi æfingamót sem fer fram í París í Frakklandi um helgina. Ísland mætir Slóveníu í fyrri leik sínum á mótinu í dag og á sunnudaginn mætir liðið annað hvort Frakklandi eða Austurríki. Leikirnir verða báðir í beinni á RÚV og Handkastið gerir upp leikina í hlaðvarpsþætti beint eftir leikina. 

Aðalsteinn Eyjólfsson var spurður út í það, við hverju mætti búast fyrir leikinn gegn Slóveníu?

,,Þetta er fín æfing fyrir leikinn gegn Ungverjum. Slóvenarnir eru með svipað stíl og Ungverjarnir og þetta er svipað og við erum að fara díla við sóknarlega. Slóvenarnir geta hinsvegar ekki stillt upp eins liði varnarlega eins og Ungverjarnir. Þetta verður fínasta æfing sérstaklega varnarlega gegn liði sem er í stóru löngu klippingum og spila spænskt concept. Það verður gott að sjá hvar við stöndum eftir þann leik,” sagði Aðalsteinn Eyjólfsson og benti á að það sama væri upp á teningnum ef Ísland myndi mæta Austurríki í leiknum á sunnudaginn þá væri liðið að mæta svipuðu liði og Ítalir eru. 

Næst var Aðalsteinn spurður út í það hvað hann vill sjá Snorra gera bæði á mótinu um helgina og á Evrópumótinu sjálfu.

,,Ég vil að við nýtum þennan hóp töluvert betur heldur en áður. Við erum með Ómar og Viggó sem eru frábærir hvor á sinn hátt. Mér finnst Viggó eiga að fá fleiri mínútur gegn Ómari í riðlinum. Sama má segja með Hauk og Elvar og síðan Gísla Þorgeir og Janus Daða. Mér finnst við vera með tvær línur í útlínunni. Ég man ekki hvenær við vorum síðast með jafn góða og jafna leikmenn sem eru í góðum liðum í stórum hlutverkum. Mér finnst það aðal atriðið að við séum með tvær línur og erum að rótera betur í gegnum riðlakeppnina og séum stöðugri þegar við erum að rótera á milli þessara leikmanna,” sagði Aðalsteinn meðal annars og Einar Örn Jónsson tók undir þau orð.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 28
Scroll to Top