Björgvin Páll er á leið á sitt 19. stórmót
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Björgvin Páll - Óskar Bjarni (Sævar Jónasson)

Landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður Vals í Olís-deildinni, Björgvin Páll Gústavsson er á leið á sitt 19. stórmót en hann fagnar 41 árs afmæli í maí á þessu ári.

Björgvin Páll fór á sitt fyrsta stórmót er Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og hefur ekki misst af stórmóti síðan þá.  Framundan er Evrópumótið sem hefst 15. janúar en mótið er haldið í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.

Ísland hefur leik gegn Ítalíu í Kristianstad í Svíþjóð, föstudaginn 16. janúar. Íslandi mætir síðan Póllandi og Ungverjalandi í riðlinum í kjölfarið.

Björgvin Páll og Viktor Gísli Hallgrímsson hafa myndað markvarðapar síðustu ár hjá íslenska landsliðinu og verður engin breyting þar á, á þessu stórmóti nema einhver meiðsli komi upp.

Björgvin hefur farið á tvenna Ólympíuleika því hann var einnig með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top