Hvenær verður Janus Daði kynntur hjá Barcelona?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Janus Daði Smárason (Julien Kammerer / DPPI via AFP)

Janus Daði Smárason er á leið til Barcelona næsta sumar frá Pick Szeged. Fjallað var um verðandi félagaskipti Janusar til Barcelona frá Pick Szeged fyrr á þessu tímabili.

Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum málum af félögunum sjálfum og vildi Janus Daði lítið tjá sig um málið er hann var spurður að því í viðtali við Handkastið, hvenær það mætti búast við því að félagaskipti hans til Barcelona yrðu kynnt.

,,Þú verður að heyra í umboðsmanninum mínum og félögunum hvað þetta varðar. Ég er bara leikmaður og má ekkert segja. Ég kem alveg af fjöllum,” sagði Janus Daði pólitískur í svörum.

Janus Daði hefur komið víða við á ferlinum en undanfarin tímabil hefur hann leikið í Ungverjalandi með Pick Szeged og þar áður með Kolstad í Noregi. Þá lék hann í Þýskalandi og í Danmörku.

Hjá Barcelona mun hann hitta samherja sinn hjá íslenska landsliðinu, Viktor Gísla Hallgrímsson.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 29
Scroll to Top