Segir tími til kominn að landsliðið brjóti ákveðinn múr
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viktor Gísli Hallgrímsson (Sævar Jónasson)

Íslenska karla landsliðið var í drennidepli í nýjasta þætti Handkastsins eins og verður í allan janúar mánuð og hefur verið undanfarin ár. Hitað var upp fyrir mótið í þættinu, möguleikar Íslands ræddir og væntingar.

Arnar Daði Arnarsson ræddi í þættinum meðal annars hversu stórt þetta er fyrir strákana og þeirra fjölskyldur að spila á stórmótum í janúar þar sem það væri metáhorf á leiki þeirra á Íslandi ár eftir ár og allir væru að fylgjast með.

Aðalsteinn Eyjólfsson sem var gestur í þættinum tók undir þessi orð.

,,Ég talaði við einn leikmann fyrr í vetur og hann sagði að eina ástæðan fyrir því að hann væri að spila úti er til að geta verið áfram í landsliðinu. Þetta er klárlega það sem skemmtilegasta sem þeir gera og þeim langar þetta ógeðslega mikið. En það hefur ekki tekist hingað til að fá upp þessa stemningu sem við sjáum hér áður, sem við kölluðum íslenska geðveikin. Þar sem maður fékk þessa adrenalín sprengju og þar sem þessi jákvæða orka skein í gegn. Það kom að sjálfsögðu með frammistöðum en við höfum ekki fengið að sjá þessa stráka stíga út fyrir þægindarammann og sleppa sér í þessu hlutverki.”

,,Nú er þetta lið orðið mjög reynslu mikið og sami hópur síðastliðinn 5-6 ár og gengið upp og ofan. Kannski vantar þessi 10-20% til að taka næsta skref,” sagði Aðalsteinn meðal annars og hélt áfram.

,,Það er kominn tími til að strákarnir brjóti þennan múr og það sé raunveruleg gleði og ánægja að spila með land og þjóð og gera það vel.”

Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu föstudaginn 16.janúar þegar liðið mætir Ítalíu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 24
Scroll to Top