Snorri Steinn segir innkomu Hauks ekki hafa verið góða
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukur Þrastarson (Sævar Jónasson)

Hringt var í Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara Íslands í miðjum uppgjörsþætti Handkastsins í gærkvöldi eftir sex marka sigur Íslands á Slóveníu í fyrri æfingaleik landsliðsins af tveimur í París um helgina.

Seinni æfingaleikurinn fer fram í París á sunnudaginn þegar Íslands mætir ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands.

Spil mínútur Hauks Þrastarsonar komu mörgum á óvart en hann rétt klukkaði dúkinn í 1-2 mínútur seinni hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum en hann fékk á sig klaufalegar tvær mínútur og kom ekkert aftur inná í leiknum.

,,Auðvitað viltu að menn negli hlutverkið þegar þeir koma inná sama hversu löng innkoman er. Innkoman hans var ekki góð og allt í góðu með það. En hitt var að einhverju leiti planað fyrirfram. Ég ætlaði að láta Elvar (Örn Jónsson) spila töluvert mikla sókn og ég ætlaði að hafa Gísla (Þorgeir Kristjánsson) og Janus (Daða Smárason) saman. Síðan þróaðist þetta svona og ég hugsaði það frekar snemma að ég myndi frekar geyma Hauk fram á sunnudag,” sagði Snorri Steinn aðspurður út í hlutverk Hauks í leiknum í kvöld. Ísland mætir Frakklandi í seinni æfingaleik sínum um helgina á sunnudaginn.

Rætt var um hlutverk Hauks og innkomuna sem Snorri vísar í, í uppgjörsþætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á - hér að neðan. Handkastið gerir upp alla leiki Íslands og gott betur en það í hlaðvarpsþætti sínum í janúar.

Fyrri hálfleikurinn frábær - Vill sjá meira frá Ómari Inga

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 74
Scroll to Top