Úlfur Gunnar orðinn leikmaður ÍR á nýjan leik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Úlfur Gunnar Kjartansson (Vefsíða ÍR)

Úlfur Gunnar Kjartansson hefur fengið félagaskipti yfir í ÍR frá Haukum. Úlfur var keyptur í Hauka sumarið 2023 og gerði þriggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið hann lék hinsvegar bara eitt tímabil með Hafnarfjarðarliðinu.

Nú hefur hann fengið félagaskipti yfir í ÍR en hann hefur ekkert leikið handbolta frá því á tímabilinu 2023/2024 með Haukum. Hann var ekki í stóru hlutverki í liði Hauka sem var þá stýrt af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni.

Úlfur sem hafði fyrir komu sína í Hauka einungis leikið með ÍR hefur verið að þjálfa yngri flokka ÍR undanfarið og gæti nú leikið með liðinu síðari hluta tímabilsins. Bróðir Úlfs, Örn Kolur Kjartansson leikur með ÍR en hann gekk í raðir félagsins frá Val í sumar.

ÍR er á botni Olís-deildarinnar eftir 15 umferðir með fimm stig og eru tveimur stigum á eftir Þór. ÍR er komið í undanúrslit Powerade-bikarsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 43
Scroll to Top