Einar Þorsteinn Ólafsson (Kristinn Steinn Traustason)
Einar Þorsteinn Ólafsson leikmaður Íslenska landsliðsins er spenntur fyrir komandi Evrópumóti og vonar eftir fleiri tækifærum frá síðasta stórmóti. ,,Maður vonar það alltaf. Maður bíður bara eftir tækifærinu og ég verð að halda hausnum uppi og reyni mitt besta þangað til." Einar var spurður hvað hann kemur með inn á borðið með landsliðinu. ,,Ég segi nú alltaf bara varnarleikur og minn stíll, orka og öðruvísi vídd, kraft og hjarta." Handkastið ræddi nánar við Einar Þorstein í spilaranum hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.