Harpa Valey Gylfadóttir (Sævar Jónasson)
Harpa Valey Gylfadóttir er einn af lykilmönnum í liði Selfoss í Olís deild kvenna. Hún er uppalin í Eyjum en gekk til liðs við Selfoss árið 2023. Harpa Valey sýnir á sér bakhliðina í dag. Fullt nafn: Harpa Valey Gylfadóttir Gælunafn: Alltaf bara kölluð Harpa en stundum kemur Valey fyrir Aldur:23 Hjúskaparstaða: Föstu Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 5.nóvember 2017 Uppáhalds drykkur: Vatn og Nocco Uppáhalds matsölustaður: Vöruhúsið heima í eyjum klikkar ekki og Kaffi krús Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Office og svo er ég að horfa á Fargo núna þeir eru æði Uppáhalds tónlistarmaður:Er ekki með einhvern einn en Birnir og The Weeknd t.d. Uppáhalds hlaðvarp:Illverk og Blökastið Uppáhalds samfélagsmiðill:Tiktok Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram:Ómar Ingi Magnússon Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ:Byggja einhverja geggjaða handboltahöll Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag:4-5 klst Fyndnasti Íslendingurinn: Ohh það eru svo margir, Sóli Hólm, Hjörvar Hafliða og Sveppi til dæmis Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: “Alrighty” Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Úff þetta er erfitt en kannski KA/þór vegna fjarlægðar annars elska ég Akureyri Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hafdís er rosaleg í markinu Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Eyþór Lárusson Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ætla segja fyrrum liðsfélaginn minn í ÍBV Marta Wawrzynkowska, hún er bara óþolandi góð, erfitt þegar maður þurfti síðan að spila á móti henni Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Sunna Jónsdóttir Helsta afrek á ferlinum: Bikarmeistari og deildarmeistari 2023 með ÍBV og komast í A landsliðið á sínum tíma Mestu vonbrigðin: Tap í final 4 með Selfoss 2024 Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Birnu Berg væri æði að spila með henni aftur Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Hulda Hrönn Bragadóttir Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Stine Oftedal og Mikkel Hansen Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta:Alltaf að stoppa tímann þegar það er víti (stundum verið að tefja) Þín skoðun á 7 á 6: Ég er ekkert rosa hrifin af því ef ég á að segja alveg satt, ekki jafn gaman að horfa það eða spila Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Þegar ég fór á Akureyrarmótið í 6 flokk Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Hef undanfarið verið í adidas crazy flight en er núna í adidas nova flight Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Ég myndi taka Söru, Örnu og Perlu það væri frábær blanda, mikil skemmtun en samt líka smá skynsemi Hvaða lag kemur þér í gírinn: Flest með Justin Bieber, hann er alltaf góður Rútína á leikdegi: Er ekki með neina sérataka rútínu bara soldið go with the flow og næra mig vel Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Söru Dröfn Richardsdóttir, hún myndi standa sig vel þar Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef mætt á allar þjóðhátíðir síðan ég fæddist Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ætla segja Arna ég þekkti hana ekkert áður en ég kom í Selfoss en hún er algjört æði Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Nocco afhverju þeir hætta alltaf með bestu brögðin, sakna peru og ferskju Eldri bakhliðar: Bakhliðin: Alexandra Ósk Viktorsdóttir Bakhliðin: Elís Þór Aðalsteinsson Bakhliðin: Kristófer Tómas Gíslason Bakhliðin: Haukur Ingi Hauksson Bakhliðin: Tinna Valgerður Gísladóttir Bakhliðin: Lydía Gunnþórsdóttir Bakhliðin: Magnús Dagur Jónatansson Bakhliðin: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir Bakhliðin: Arna Karitas Eiríksdóttir Bakhliðin: Matthildur Lilja Jónsdóttir Bakhliðin: Jökull Blöndal Björnsson Bakhliðin: Skarphéðinn Ívar Einarsson Bakhliðin: Sigurður Dan Óskarsson Bakhliðin: Breki Hrafn Árnason Bakhliðin: Bakhliðin: Lilja Ágústsdóttir Bakhliðin: Ísak Logi Einarsson Bakhliðin: Garðar Ingi Sindrason Bakhliðin: Bakhliðin: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín Bakhliðin: Dagur Árni Heimisson Bakhliðin: Baldur Fritz Bjarnason Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.