Mætti Donni draghaltur til æfinga hjá landsliðinu?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kristján Örn Kristjánsson (Kristinn Steinn Traustason)

Meiðsli Kristjáns Arnar Kristjánssonar voru til umræðu í Handkastinu í gær en Donni eins og hann er oftast kallaður þurfti að draga sig úr landsliðshópnum eftir einunigs eina æfingu.

Donni hafði verið að glíma við meiðsli í desember og var búinn að vera að spila verkjaður þannig þetta kom fólki kannski í opna skjöldu eftir að Snorri Steinn Guðjónsson sagði í viðtali eftir fyrstu æfingu landsliðsins að allir í hópnum væri heilir og litu vel út.

Arnar Daði sagðist hafa heimildir fyrir því að Donni hefði verið draghaltur á fyrstu æfingu landsliðsins og hafi gengið upp að Snorra í upphafi æfingar og spurt hvort það yrði nokkuð mikið tempó á þeirri æfingu. Það kom svo í ljós á æfingunni að meiðsli hans voru miklu verri heldur en þjálfarar og læknateymi íslenska landsliðsins gerðu sér grein fyrir.

,,Eru menn í alvörunni svo þyrstir í að komast á stórmót að þeir geti ekki einu sinni tekið siðferðislega rétta ákvörðun fyrir liðið og tilkynna rétt og satt frá?" velti Arnar Daði fyrir sér.

Einari Inga segir að það komi á óvart miðað við hversu alvarleg meiðslin reyndust vera að hann hafi ekki tilkynnt Snorra þetta fyrr. ,,Svo gæti líka verið að hann hafi versnað í fríinu eftir að hann kom heim og eitthvað hafi komið uppá á þeim tíma eftir að hann kom heim í jólafrí en hann hefði klárlega átt að taka upp símann og heyra í Snorra með þetta fyrr."

Einar sagði að það er augljóst að mönnum langi rosalega mikið að fara á stórmót fyrir land og þjóð og eflaust var Donni að vonast eftir að einn 100mg voltaren tafla myndi leysa þennan verk og málið yrði úr sögunni.

Arnar Daði hélt áfram og velti upp þeim mögulega hvort Donni væri búinn að spila sinn síðasta landsleik fyrir Ísland.

Styrmir var nú ekki sammála þeirri staðhæfingu og teldi að ef Snorra vantaði hann í framtíðinni og sæi not fyrir hann þá myndi hann alltaf velja Donna þrátt fyrir þessa atburðarrás í janúar. ,,Það er erfitt að setja sig inn í hugarheim Snorra og hvort hann telji þetta vera það mikla vanvirðingu við sitt starf að hann muni ekki velja hann aftur í framtíðinni."

Einar Ingi telur einnig að Donni muni eiga afturkvæmt í hópinn í framtíðinni en Arnar Daði sagði það greinilegt að Einar Ingi og Styrmir hafi aldrei verið þjálfarar á lífsleiðinni og benti á þá gríðarlegu vinnu sem Snorri hafi sett í valið á hópnum.

Hér að neðan er hægt að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins og umræðuna og Donna.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 29
Scroll to Top