Viktor Gísli kominn með ný vopn í vopnabúrið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viktor Gísli einbeittur (Sævar Jónasson)

Viktor Gísli Hallgrímsson var frábær í marki Íslands þegar liðið vann Slóveníu 32-26 á föstudagskvöldið og var frammistaða hans rædd í nýjasta þætti Handkastsins.

Arnar Daði hafði orð á því að það væri greinilega að Viktor Gísli væri kominn með nýtt vopn í vopnabúrið hjá sér miðað við þennan leik. ,,Sáuð þið hvað Viktor Gísli var snöggur að koma boltanum í leik, bæði eftir að hann fékk á sig mark og eftir hann varði?"

Styrmir tók undir þessi orð Arnars og bætti við hvað hann væri búinn að stækka allur. ,,Móðir mín hringdi í mig eftir leik og hafði orð á því hvað Viktor væri búinn að massast upp og ég held ég hafi aldrei séð fyrstu tempó sendingu frá honum framm, algjör píla á Orra þarna þannig það er frábært að eiga þetta í vopnabúrinu líka."

Einar Ingi var mjög ánægður að sjá á hversu góðum stað Viktor Gísli væri og það væri greinilegt að sjálfstraustið væri mikið og framminn á honum væri orðinn miklu stærri heldur en fyrir ári síðan.

Umræðuna um Viktor Gísli og allan nýjasta þátt Handkastsins má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 26
Scroll to Top