Leikstíll Ítala allt öðruvísi – Verða aðrar áherslur varnarlega
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (Sævar Jónasson)

Íslenska landsliðið lék sinn síðasta æfingaleik fyrir Evrópumótið í París í gær gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands. Frakkland hafði betur þegar upp var staðið 31-29 en Island leiddi í hálfleik 16-14. 

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands var í viðtali við Handkastið í nýjasta uppgjörsþætti Handkastsins sem tekinn var upp beint eftir leik. 

Þar var Snorri Steinn meðal annars spurður út varnarleik Íslands í leiknum gegn Frökkum sem var á köflum aggresívur gegn hávöxnum og frábærum skyttum Frakklands. Snorri var einnig spurður út í það hvort þetta væri það sem búast mætti við í fyrstu leikjum Íslands gegn Ítalíu og Póllandi á Evrópumótinu en búast má við allt öðruvísi leikstíl þeirra liða heldur en Frökkum.

,,Grunnurinn hjá okkur er sá að ég vill að við séum aggresívir og að við séum að sækja hlutina en auðvitað er maður með mismunandi áherslur út frá því á móti hverjum við ert að spila. Það er nánast hver einasti maður í franska landsliðinu sem getur þrumað á markið af 10+ metrum. Auðvitað ætluðum við að lifa með einhverjum skotum frá þeim, við ætluðum ekki að sækja þá út á 15 metra því þeir eru líka með frábæra línumenn. Það er nánast allt gott sem þeir gera,” sagði Snorri Steinn meðal annars. Ísland mætir Ítalíu í fyrsta leik Evrópumótsins á föstudaginn. 

,,En leikstíll Ítala er allt öðruvísi og eðli málsins samkvæmt verða öðruvísi áherslur gegn þeim. En í grunninn viljum við vera aggresívir og viljum vera sækja hlutina heldur en að bíða eftir þeim. Ég held að það henti okkur bara almennt betur að vera frekar sókndjarfir heldur en hitt. Hvort þetta verði nákvæmlega sami varnarleikur, þá finnst mér það ólíklegt. Þið munið sjá mun á þessu, enda spila Ítalir öðruvísi bolta,” sagði Snorri Steinn.

Lengra og ítarlegra viðtal við Snorra Stein má hlusta á í nýjasta þætti Handkastsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 5
Scroll to Top