Þetta á að vera gaman og þetta er leikur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Ingi - Óðinn Þór (Sævar Jónasson)

Við í Handkastinu höfum mikið rætt um leikgleðina í íslenska landsliðinu á stórmótum þar sem það virðist vera mikið undir hjá strákunum okkar og mikil pressa. 

Stelpurnar okkar sýndu mikla leikgleði og stemningu í leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í nóvember og hafa margir kallað eftir því að fá að sjá það sama frá íslensku strákunum.

Ómar Ingi Magnússon fyrirliði íslenska landsliðsins var spurður út í þetta og spurður að því hvort það væri of mikil pressa á strákunum til að þeir gætu sýnt bros og almenna gleði í miðjum leik á stórmóti.

,,Mér finnst þetta fínt og það er hrós ef eitthvað er, ef fólk vill mikið frá okkur. Þetta er góður punktur með leikgleðina, þetta á að vera gaman og þetta er leikur. Við erum að keppa í leik. Að mínu mati, ef þú nærð að hafa gaman og njóta þess að spila þá er líklegra að þú spilir vel. Þetta er alveg góður punktur.”

En er þetta eitthvað sem hefur verið rætt innan hópsins?

,,Þetta snýst meira um hvern og einn. Hver og einn þarf að njóta þess að spila. Það er mikilvægt til að spila vel og hver og einn þarf að finna það hjá sjálfum sér til að vera í réttu hugarfari til að ná því fram.”

Fyrsti leikur Íslands á EM fer fram næstkomandi föstudag klukkan 17:00 þegar Ísland mætir Ítalíu í Kristianstad í Svíþjóð. Handkastið verður á svæðinu og gerir upp alla leiki Íslands í hlaðvarpsþætti sínum strax að leikjum loknum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 9
Scroll to Top