Sara Odden (Eyjólfur Garðarsson)
Haukar fengu Selfoss í heimsókn til sín á Ásvelli í kvöld í 13.umferð Olís deildar kvenna. Heimakonur töpuðu í síðustu umferð gegn ÍBV meðan Selfoss fór í Garðabæinn og tapaði einnig. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru komnar með fimm marka forskot eftir um 10 mínútna leik, Haukar héldu forskotinu megnið af síðari hálfleik en undir lok leiksins slökuðu þær aðeins á og Selfoss náði að minnka muninn í sex mörk og lokatölur í leiknum urður 34-28. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir voru markahæstar hjá Haukum í kvöld með 6 mörk en hjá Selfoss var Mia Kristin Syverud markahæst með 9 mörk. Haukar eru með sigrinum í 5.sæti deildinnar með 13 stig eins og Fram sem sitja í 4.sæti einnig með 13 stig. Selfoss er áfram á botni deildinnar með 4 stig, stigi á eftir Stjörnunni sem er í 7.sæti.
8-3. Þær bættu jafnt og þétt við forskot sitt í fyrri hálfleik og leiddu með níu marka mun í hálfleik, 19-10.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.