Ari Dignus Maríuson átti flottan leik (Egill Bjarni Friðjónsson)
Hafnarfjarðarslagur af dýrari gerðinni átti sér stað í 6.umferð Grill 66 deildar karla í dag þegar Haukar 2 og ÍH mættust á Ásvöllum. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en undir lok fyrri hálfleiks sigu Haukar 2 fram úr og leiddu með 6 mörkum í hálfleik 19-13. Haukar 2 héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og gengu hreinlega frá ÍH mönnum en lokatölur leiksins urðu 34-22 og 12 marka sigur staðreynd. Ari Dignus Maríuson átti flottan leik í marki Hauka 2 í dag og varði 14 skot. Daníel Máni Sigurgeirsson, Helgi Marinó Kristófersson og Egill Jónsson skoruðu allir 6 mörk fyrir Hauka 2 en hjá ÍH voru Bjarki Jóhannsson og Ari Valur Atlason markahæstir með 5 mörk. Haukar 2 eru komnir með 6 stig í Grill 66 deildinni en ÍH eru við botninn með einungis 2 stig eftir 6.umferðir.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.