Markahæst í sænsku úrvalsdeildinni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elín Klara Þorkelsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Leikstjórnandinn, Elín Klara Þorkelsdóttir gekk í raðir Savehof frá Haukum í sumar og hefur heldur betur stimplað sig inn í sænsku úrvalsdeildina í upphafi tímabils.

Savehof er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og Elín Klara er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Elín Klara hefur skorað 23 mörk í fyrstu þremur leikjunum ásamt Cassandra Tollbring leikmanni H 65 Hoor.

,,Þetta hefur bara farið vel af stað og ég jafnt og þétt að komast inn í leik liðsins. Við fengum gott undirbúningstímabil með góðum leikjum en það var dálítið löng bið eftir að deildin hæfist þar sem að við byrjuðum á að spila í bikarnum,” sagði Elín Klara í samtali við Handkastið.

Auk leikjanna þriggja í deildinni slógu Savehof út Benfica í Evrópudeildinni.

,,Við viljum spila hraðan bolta, sem að mér finnst mjög skemmtilegt og tel ég að það henti mér vel.”

,,En annars er gaman að sjá hvað umgjörð í kringum alla leiki er flott og æfingaðstæður mjög góðar. Mér lýst mjög vel á deildina og er spennt fyrir komandi leikjum,” sagði Elín Klara sem mætir markahæsta leikmanni deildarinnar í H 65 Hoor í hádeginu á morgun áður en hún kemur til Íslands en Elín Klara er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Færeyjum og Portúgal í næstu viku í fyrstu leikjum forkeppni Evrópumótsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top