Magnús Óli Magnússon (Baldur Þorgilsson)
Aganefnd HSÍ kom saman í dag og lágu þrjú mál inni á borði hjá þeim. Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals slapp við bann eftir að hafa fengið rautt spjald í leik gegn KA í síðustu viku. Bjarni Ófeigur Valdimarsson slapp einnig við bann en Handkastið fjallaði um ljótt brot sem átti sér stað í leik gegn Val síðasta fimmtudag. Kristófer Tómas Gíslason leikmaður Fram 2 fékk eins leiks bann eftir útilokun í leik gegn Haukum 2 í Grill 66 deildinni. Gústaf Logi Gunnarsson leikmaður Hauka 2 hlaut útilokun í sama leik og Kristófer Tómas en hann slapp við bann. Úrskurð aganefndar má lesa hér
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.