Virkar betur fyrir Gísla að vera með Arnar Frey á línunni
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Strákarnir í Handboltahöllinni þeir Hörður Magnússon, Einar Ingi Hrafnsson og Vignir Stefánsson fóru yfir landsleikina tvo hjá karlalandsliði Íslands gegn Þjóðverjum í síðustu viku.

Þar var farið yfir stórkostlegan leik Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í sigrinum á sunnudagskvöldið. Þar voru sýndar klippur af Gísla Þorgeiri leika listir sínar sóknarlega.

,,Hann stýrir öllum sóknarleiknum og skiptir bara um stöður þegar það hentar. Hann er frábær í þessum maður á mann árásum. En það sem er að gerast er að hann er farinn að sækja fleiri vítaköst og fleiri stoðsendingar. Það virðist vera virka betur fyrir hann að vera með Arnar Frey á línunni með sér. Hann er með aðeins meiri þyngd og styrk til að búa til pláss,” sagði Vignir Stefánsson. Einar Ingi Hrafnsson tók undir þau orð en Einar Ingi er gamall línurefur sem gerði það gott bæði hér heima og erlendis.

Umræðuna um Gísla Þorgeir í Handboltahöllinni má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top