Valdimar Örn Ingvarsson - Selfoss (Egill Bjarni Friðjónsson)
Selfoss tók á móti Haukum í 10.umferð Olís deildar karla á Selfossi í kvöld. Leikurinn hófst með miklu jafnræði og skiptust lið á því að hafa forystu í fyrri hálfleik. Lítið var um markvörslu hjá báðum liðunum og það fór því vel á því að staðan væri 16-16 í hálfleik. Síðari hálfleik byrjaði líkt og sá fyrri og skildi liðin ekkert að. Það var ekki fyrr en um miðbik síðari hálfleiks sem Haukar náðu að slíta sig fram heimamönnum og komast þrem mörkum yfir. Aron Rafn í marki Hauka varði helming skota sinna á síðustu 15 mínútum leiksins og munaði mikið um það fyrir Hauka. Lokatölur í leiknum urðu 30-35 Haukum í vil sem eru komnir á toppinn í deildinni aftur en Afturelding á leik til góða gegn Þór á morgun. Markahæstur í liði Selfyssinga var Hannes Höskuldsson með 6 mörk en hjá Haukum var Freyr Aronsson atkvæðamestur með 10 mörk. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.