Yfirlýsing um að markmiðið sé að vinna Meistaradeildina
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Álaborg ((Julien Kammerer / DPPI via AFP)

Fyrrum danski landsliðsmaðurinn og sérfræðingur TV2 í Danmörku, Claus Møller Jakobsen segir að með tilkynningu sinni á dögunum að þrír lykilmenn Álaborgar hafi framlengt samningi sínum við félagið værið félagið að sýnda skýr skilaboð: Félagið stefni á að vinna Meistaradeildina.

Handkastið greindi frá því fyrr í vikunni að Mads Hoxer, Thomas Arnoldsen og Marinus Munk hafi allir framlengt samningi sína við dönksu meistarana til ársins 2029 en Mads Hoxer gerði gott betur og samdi til 2030.

„Þetta er risa stór tilkynning frá Álaborg, yfirlýsing um að markmiðið sé að vinna Meistaradeildina,“ segir Claus Møller við TV2 Sport í Danmörku.

Aðrir leikmenn liðsins sem eru með samning við félagið næstu árin eru meðal annars Tobias Nielsen, Magnus Norlyk og Sander Sagosen sem allir eru samningsbundnir Álaborg til 2029. Allir leikmennirnir sem hér nefnir fyrir utan norska landsliðsinsmanninn, Sander Sagosen eru yngri en 24 ára og verða því á hátindi ferilsins hjá danska félaginu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top