Skarphéðinn Ívar Einarsson ((Egill Bjarni Friðjónsson)
Haukar tóku á móti KA á Ásvöllum í kvöld í 13. umferð Olís deildar karla. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn en KA náðu að sigla fram úr undir lok fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik 17-19. KA héldu frumkvæðinu framan af síðari hálfleik. Síðari hálfleikur var hálfnaður þegar Haukar náðu loksins að komast yfir í leiknum 30-29. Það fór allt í lás hjá KA á þessum tíma og Haukar breyttu stöðunni í 35-30. Þeir héldu forskotinu allt til loka leiks og urðu lokatölur 42-38 í 80 marka leik. Andri Fannar Elísson var markahæstur hjá Haukum með 10 mörk en hjá KA var Morten Linder markahæstur með 10 mörk einnig. Markmenn beggja liða hafa átt betri daga og voru bæði lið með einungis 15% markvörslu í kvöld. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.