Lá í súrefnisklefa í 45 mínútur alla daga
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Janus Daði Smárason (Javier Borrego / Spain DPPI / DPPI via AFP)

Janus Daði Smárason verður í eldlínunni í janúar með íslenska karla landsliðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Ísland hefur leik í Kristianstad í Svíþjóð, föstudaginn 16.janúar er Ísland mætir Ítalíu.

Janus Daði Smárason er að koma til baka eftir hnémeiðsli sem hann varð fyrir í leik með Pick Szeged fyrr í vetur. Janus Daði náði undraverðum bata og var kominn töluvert fyrr aftur á völlinn en búist var við í fyrstu.

Janus Daði þakkar aðstöðunni í Ungverjalandi fyrir þann undraverða bata sem hann náði.

,,Í fyrstu var haldið að ég þyrfti 10-12 vikur til að ná mér en síðan tókst endurhæfingin vel. Ég var heppinn að það kom ekkert bakslag. Það var líka hollt hversu heppinn ég er með aðstæður úti. Sérstaklega þegar kemur að sjúkraþjálfun og öðru. Ég gat legið í súrefnisklefa í 45 mínútur alla daga og ég reyndi að gera eins mikið og ég gat á þessum tíma.” 

,,Ég var heppinn að líkaminn brást við,” sagði Janus Daði einnig sem viðurkennir að EM hafi komið snemma upp í kollinn á honum eftir að hafa meiðst.

Janus Daði er nú kominn heim í jólafrí en ungverska deildin fer fyrr en allar aðrar deildir í Evrópu í jólafrí. Janus Daði segir að hann hafi alveg viljað spila aðeins meira vegna allra þeirra leikja sem hann missti af í meiðslunum en nú sé hann kominn heim til Íslands og æfir á fullu fyrir Evrópumótið bæði sjálfur og hjá félagsliðum hér á Íslandi.

Ítarlegra viðtal við Janus Daða má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 20
Scroll to Top