Halldór Jóhann Sigfússon (Sævar Jónasson)
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari var svekktur með tap sinna manna í HK í kvöld gegn Haukum 21-28. Honum fannst stóri munurinn liggja í markvörslunni en Aron Rafn var frábær í marki Hauka í kvöld og varði 19 skot. Halldór fékk því ekki drauma kvöldið sitt í kvöld en fyrr í kvöld var tilkynnt að hann hafði framlengt samning sinn við HK til ársins 2028. Allt viðtalið má sjá hér að neðan:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.