Garðar Sindra undir smásjá liða í Evrópu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Garðar Ingi Sindrason - FH (J.L.Long)

Garðar Ingi Sindrason leikmaður FH er undir smásjá fjölmargra liða í Evrópu samkvæmt heimildum Handkastsins.

Hafa félög bæði í efstu tveimur deildum í Þýskalandi og í Danmörku sýnt Garðari Inga áhuga og vilja fá hann til sín strax næsta sumar.

Garðar Ingi sem er fæddur árið 2007 er með samning við FH til ársins 2027. Hann hefur skorað 77 mörk fyrir FH í Olís-deildinni á þessu tímabili og gefið 86 stoðsendingar en einungis Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður KA hefur gefið fleiri stoðsendingar en Garðar Ingi á tímabilinu.

Garðar Ingi lék sinn fyrsta leik í Olís-deildinni er hann kom við sögu í einum leik tímabilið 2022/2023 en í fyrra var hann í stóru hlutverki með FH og lék 17 leiki með liðinu í efstu deild.

Hann hefur heldur betur sprungið út í vetur og verður fróðlegt að sjá hvort þessi efnilegi unglingalandsliðsmaður yfirgefi Olís-deildina í sumar eða klári samning sinn við FH.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 135
Scroll to Top