Þegar menn detta út þá verða aðrir að stíga upp
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukur Þrastarson (Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)

Haukur Þrastarson leikmaður íslenska landsliðsins var mættur á fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í Safamýrinni á föstudaginn. Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Kristianstad, föstudaginn 16.janúar þegar liðið mætir Ítalíu.

Haukur hefur verið í misstóru hlutverki með íslenska landsliðinu á síðustu stórmótum. Sérfræðingar hafa kallað eftir því að hann fái stærra hlutverk en á sama tíma hefur verið kallað eftir því að Haukur taki næsta skref og stíga upp með íslenska landsliðinu.

Það mætti gera ráð fyrir því að Haukur verði í töluvert stærra hlutverki á Evróptinu sem framundan er heldur en hann var í á HM í fyrra þar sem Aron Pálmarsson hefur lagt skóna á hilluna og þá er Þorsteinn Leó Gunnarsson að glíma við meiðsli og spurning með þátttöku hans á mótinu.

Haukur var spurður út í það í viðtali við Handkastið fyrir helgi hvernig hann telur að hlutverk sitt verði á mótinu.

,,Það verður að koma í ljós. Það er undir þjálfaranum komið. Númer 1, 2 og 3 þá þarf ég að standa mig þegar það á við. Auðvitað þegar menn detta út þá verða aðrir að stíga upp og í þessu tilfelli þurfum við allir að stíga upp á einhvernhátt. Það er eitthvað sem við þurfum klárlega að gera," sagði Haukur meðal annars.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 42
Scroll to Top