Haukar aftur á sigurbraut eftir sigur á Selfoss
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sara Odden (Eyjólfur Garðarsson)

Haukar fengu Selfoss í heimsókn til sín á Ásvelli í kvöld í 13.umferð Olís deildar kvenna.

Heimakonur töpuðu í síðustu umferð gegn ÍBV meðan Selfoss fór í Garðabæinn og tapaði einnig.

Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru komnar með fimm marka forskot eftir um 10 mínútna leik,
8-3. Þær bættu jafnt og þétt við forskot sitt í fyrri hálfleik og leiddu með níu marka mun í hálfleik, 19-10.

Haukar héldu forskotinu megnið af síðari hálfleik en undir lok leiksins slökuðu þær aðeins á og Selfoss náði að minnka muninn í sex mörk og lokatölur í leiknum urður 34-28.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir voru markahæstar hjá Haukum í kvöld með 6 mörk en hjá Selfoss var Mia Kristin Syverud markahæst með 9 mörk.

Haukar eru með sigrinum í 5.sæti deildinnar með 13 stig eins og Fram sem sitja í 4.sæti einnig með 13 stig. Selfoss er áfram á botni deildinnar með 4 stig, stigi á eftir Stjörnunni sem er í 7.sæti.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top