Verið að sækja mann sem kann að vinna titla
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Össur Haraldsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Össur Haraldsson leikmaður Hauka var markahæstur liðsins með níu mörk í 44-28 sigri liðsins á ÍR í 3.umferð Olís-deildarinnar í kvöld.

Össur var sáttur með leik liðsins í kvöld og sagði liðið hafa verið vel undirbúið fyrir leikinn.

,,Við áttum í erfiðleikum með að stöðva Bjarna og Bernard en sóknarlega vorum við upp á tíu í fyrri hálfleik. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir því,” sagði Össur.

Hann var spurður út í innkomu Gunnars Magnússonar inn í liðið en hann tók við liðinu af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í sumar.

,,Miðað við það sem ég hef upplifað þá hefur hann þjálfað í mörg ár og hefur komið alstaðar að og hefur unnið marga leiki og titla. Það er það sem við í Haukum stöndum fyrir og það er svolítið verið að sækja mann sem kann að vinna titla.”

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top