HSÍ hefur gefið út leikdag fyrir Meistarakeppni HSÍ kvenna
(Baldur Þorgilsson)

Valur unnu Meistarakeppni HSÍ í fyrra. ((Baldur Þorgilsson)

HSÍ hefur gefið það út að Valur og Haukar mætast í Meistarakeppni HSÍ, laugardaginn 30. ágúst. Fyrst var fyrirhugað að leikurinn færi fram laugardaginn 23. ágúst þangað til að menn áttuðu sig á því að Menningarnótt og dagur færi fram þann dag.

Íslands- og deildarmeistarar Vals taka á móti Powerade-bikarmeisturum frá síðustu leiktíð, Haukum á sínum heimavelli, í N1-höllinni að Hlíðarenda. Hefur HSÍ staðfest að leikurinn verður flautaður á klukkan 16:00.

Valur vann Stjörnuna í Meistarakeppni HSÍ í fyrra nokkuð sannfærandi 29-10. Handkastið gerir ráð fyrir töluvert meiri spennu í leiknum sem framundan er.

Olís-deild kvenna verður síðan flautuð á viku síðar. HSÍ er að undirbúa kynningarfund fyrir Olís og Grill66-deildirnar í aðdraganda kvennaleiks Vals og Hauka, laugardaginn 30. ágúst og fer fundurinn fram á Hlíðarenda.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top