Missti móður sína – Fékk hvorki símtal né skeyti frá stjórnendum ÍBV
(Kristinn Steinn Traustason)

Kári Kristján Kristjánsson - Aron Pálmarsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Kári Kristján Kristjánsson var gestur Handkastsins í fyrsta þætti tímabilsins á fimmtudagskvöldið þar sem hann leiddi okkur og hlustendur Handkastsins í gegnum það hvernig samningaviðræður hans við sitt uppeldisfélag ÍBV fóru fram í sumar og hvernig þeim lauk með símtali frá framkvæmdastjóra handknattleiksdeildarinnar, Þorláki Sigurjónssyni 8.ágúst síðastliðinn.

Í viðtalinu fór Kári Kristján yfir margt athyglisvert sem tengist samskiptum sínum við sitt uppeldisfélag undanfarnar vikur og mánuði og þar á meðal nefndi hann hvernig stjórnendur bæði félagsins og handknattleiksdeildarinnar brugðust við þegar móðir Kára Kristjáns, Bjarney María Gústafsdóttir lést langt um aldur fram eftir baráttu við krabbamein 5.apríl síðastliðinn.

,,Móðir mín kveður 5.apríl síðastliðinn eftir þriggja vikna baráttu inná krabbameinsdeild. Horfðu á mig í þessu samhengi, við fengum ekkert frá félaginu, frá engum. Við fengum ekkert frá Herði Orra (Grettissyni) formanni aðalstjórnar, Ellerti Scheving framkvæmdastjóra ÍBV, við fengum ekkert frá Garðari B. Sigurjónssyni formanni handknattleiksdeildar, ekkert frá Þorláki Sigurjónssyni framkvæmdastjóra handknattleiksdeildarinnar, ekki neitt."

,,Ég fékk ekki eitt símtal né eitt skeyti eftir að mamma kveður. Ég er fyrirliði liðsins, ég er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi," sagði Kári Kristján sem var spurður að því í kjölfarið hvort hann hefði áhyggjur af því að þessir menn væru að stjórna sínu uppeldisfélagi.

,,Já miklar," svaraði Kári. 

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér:

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top