Verður þetta sögulegt tímabil í Garðabænum?
Sævar Jónsson)

StjarnanStjarnan (Sævar Jónsson)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 17 dagar þangað til Olís-deild karla hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið Stjörnunnar.

Mikil meiðsli vandræði hjá liðinu í fyrra. Stjarnan náði varla að stilla upp sama byrjunarliðinu í tvo leiki í röð. Áttu virkilega góða bikarkeppni þar sem þeir komust alla leið í úrslit en töpuðu gegn Fram. Þessi meiðsli urðu þó til þess að Ísak Logi sprakk út sem leikmaður og mun vera í stærra hlutverki í ár. Árangurinn heilt yfir ásættanlegur en Stjarnan mun vilja gera talsvert betur í ár og hefur hópinn til þess.

Þjálfarinn:
Hrannar tók við liði Stjörnunnar í upphafi tímabils 2023/2024. Hann er því að fara á sitt þriðja tímabil með liðið.

Breytingar:
Litlar breytingar hafa orðið á liði Stjörnunnar frá síðustu leiktíð. Þrír leikmenn inn og fimm leikmenn farið sem allir voru í litlu hlutverki á síðustu leiktíð.

Lykilmenn:
Adam Thorstensen, Tandri Már Konráðsson, Ísak Logi Einarsson

Fylgist með:
Ungverjinn, Rea Barnabas var fenginn til félagsins á láni frá ungverska stórliðinu Pick-Szeged. Það verður fróðlegt að sjá hann spjara sig í deild þeirra bestu á Íslandi. Erlendir leikmenn í Olís-deildinni hafa oft verið lengi að finna taktinn og jafnvel ná aldrei að sýna sitt rétta andlit. Það verður verkefni þjálfarateymis Stjörnunnar að finna lausnin til að koma Ungverjanum inn í leikfræði liðsins.

Framtíðin:
Matthías Dagur Þorsteinsson er örvhent skytta sem einnig getur leyst horn sem er hluti af gríðarlega sterkur 2008 landsliði Íslands. Fékk tækifæri á síðustu leiktíð vegna fjarveru Starra. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann fái fleiri tækifæri á komandi tímabili en með tilkomu Gauta Gunnarssonar í hægra hornið gætu tækifærin orðið á skornum skammti.

Við hverju má búast:
Stjarnan hefur misst einna minnst af liðunum frá því í fyrra og bætt í hópinn með að fá Gauta Gunnars og Rea til liðs við sig. Stjarnan ætti að setja stefnuna á því að vera í efstu fjórum sætunum í ár og vinna einvígi í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þeir hafa svo verið áskrifendur af Final4 undanfarin ár svo þeir hljóta að setja stefnuna á Ásvelli aftur.

Sjá einnig:
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top