Haukar 2 dregur sig úr Grill66-deild kvenna
Eyjólfur Garðarsson)

Haukar 2 hefur dregið sig úr keppni. (Eyjólfur Garðarsson)

Haukar 2 sem skráð var til keppni í Grill66-deild kvenna fyrir komandi tímabil hefur dregið lið sitt úr keppni. Það er því ljóst að enn frekari fækkun er í deildinni frá því í fyrra en þá tóku tíu lið þátt í deildinni.

Handkastið hefur ekki fregnir af því hvenær Haukar drógu B-lið sitt úr keppni en samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambands Íslands, HSÍ eru átta lið skráð til leiks í deildinni sem hefst sunnudaginn 7. september.

Samkvæmt nýju leikjafyrirkomulagi í deildinni verður leikin þreföld umferð í vetur og því verða leiknir 21 leikir á lið í vetur.

Leiktímar liggja ekki fyrir á heimasíðu HSÍ.

Liðin sem taka þátt í Grill66-deild kvenna tímabilið 2025/2026:

Afturelding
FH
Fjölnir
Grótta
HK
Víkingur
Valur 2
Fram 2

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top