Hvernig verður Fram án Reynis Þórs?
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Rúnar Kárason ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 15 dagar þangað til Olís-deild karal hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið Fram.

Íslands- og bikarmeistarar Fram áttu frábært tímabil í fyrra. Fóru fram úr öllum öllum væntingum þegar þeir unnu tvo stærstu titlana sem voru í boði. Reynir Þór Stefánsson var lykilmaður í liði Fram í fyrra en hann er nú horfinn á braut og genginn til liðs við Melsungen. Hægur tröppugangur hefur verið á liði Fram frá því að Einar Jónsson tók við liðinu.

Þjálfarinn:
Einar Jónsson er búinn að vera lengi með liðið og náði frábærum árangri á síðustu leiktíð. Hann hefur misst  virkilega sterka pósta fyrir tímabilið og verður spennandi að sjá hvernig liðið mun koma til leiks í ár. Vandasamt verkefni framundan hjá Einari.

Breytingar:
Missa besta leikmann deildarinnar í fyrra þegar Reynir Þór Stefánsson gekk í raðir Melsungen. Engin leið að bæta þann missi upp á einu sumri. Tryggvi Garðar einnig farinn en hann var gífurlegar mikilvægur í hjarta varnarinnar og þá hefur Þorsteinn Gauti Hjálmarsson einnig farið í atvinnumennsku. Fram hafa krækt í Danjal Ragnarsson á láni frá Neistanum í Færeyjum. Þá er óvissa með þátttöku fyrirliðans, Magnúsar Öders sem er samningslaus.

Lykilmenn:
Rúnar Kárason, Breki Hrafn Árnason, Dagur Fannar Möller

Fylgist með:
Marel Baldvinsson mun fá miklu stærra hlutverk sóknarlega eftir að Reynir Þór fór og mun mikið mæða á honum í vetur. Tók mörg og stór skref á síðustu leiktíð og gæti stimplað sig heldur betur inn á þessu tímabili haldi hann áfram að bæta og þróa sinn leik.

Framtíðin:
Kristófer Tómas Gíslason er stór og stæðilegur línumaður sem fékk aðeins að snerta parketið í liði Fram á síðustu leiktíð. Sökum brothvarfs lykil varnarmanna í liði Fram þá ættu tækifæri Kristófers að fjölga í vetur en hann er hluti af gríðarlega sterku 2008 landsliði Íslands sem vann til gullverðlauna á Ólympíuhátið æskunnar í sumar.

Við hverju má búast:
Fram má ekki gera sér vonir um að verja alla titla síðan á síðasta tímabili. Skarð Reynis Þórs verður ekki fyllt svo auðveldlega. Þeir munu taka þátt í Evrópudeildinni þannig álagið mun aukast á leikmannahópum svo Frammarar mega búast við skemmtilegum vetri í Úlfarsárdalnum en gæti endað um miðja deild þetta árið.

Sjá einnig:
Umfjöllun um kvennalið Hauka
Umfjöllun um karlalið Stjörnunnar
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top